Innlent

Gríðarleg hætta af logandi skipi í Hafnarfjarðarhöfn

Kristján Hjálmarsson skrifar
Fernanda skíðlogar en mikill eldsmatur er um borð.
Fernanda skíðlogar en mikill eldsmatur er um borð. Mynd/Friðrik
Gríðarleg hætta stafar af skipinu Fernöndu sem varðskipið Þór kom í togi til Hafnarfjarðar í morgun.

Að sögn sprengjusérfræðings hjá Landhelgisgæslunni er skipið að hitna og mikill eldsmatur um borð - um hundrað tonn af olíu.

Mikil hætta stafar af skipinu og eru varúðarráðstafanir miklar.mynd/friðrik
Sprengjusérfræðingurinn segir þetta einu erfiðustu aðstæður sem slökkviliðsmenn hafa lent í og heppni að ekki sé um stærra skip að ræða.

Ef bætir í eldinn þarf jafnvel að draga það út úr höfninni.

Mikil hætta stafar af skipinu og eru varúðarráðstafanir miklar. Komið hefur verið upp olíuvörnum allt í kringum skipið.

Reyk leggur yfir suðurbæinn í Hafnarfirði og hvetur slökkviliðið fólk að loka gluggum svo heimili þeirra fyllist ekki af reyk.

Komið hefur verið upp olíuvörnum allt í kringum skipið.mynd/friðrik

Tengdar fréttir

Ennþá logar vel í skipinu

Varðskipið Þór er komið á staðinn og notar slökkvibyssur við að kæla skipið að utanverðu.

Tollverðir tóku á móti skipverjum

Tollverðir tóku á móti skipverjum flutningaskipsins Fernanda þegar þeir lentu við stjórnstöð landhelgisgæslunnar í Skógarhlíð á fjórða tímanum í dag.

Skipverjarnir heilir á húfi

Skipverjarnir 11 sem þyrla landhelgisgæslunnar TF-GNA bjargaði fyrr í dag eru heilir á húfi samkvæmt upplýsingum frá landhelgisgæslunni.

Fernanda á reki

Flutningaskipið hefur rekið undan austanáttinni í nótt og er komið vestur á Selvogsbanka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×