Fótbolti

Rio mun fara til Rio

Rio í landsleik.
Rio í landsleik.
HM-draumur miðvarðarins, Rio Ferdinand, er ekki dauður þó svo hann hafi ekki leikið með enska landsliðinu í rúmt ár.

Rio er nefnilega búinn að semja við BBC-sjónvarpsstöðina um að vera hluti af þeirra teymi meðan mótið fer fram.

BBC mun verða með höfuðstöðvar í Rio de Janeiro þannig að Rio mun geta leikið sér á Copacapana-ströndinni á milli leikja.

Miðvörðurinn þekkir vel til allra leikmanna liðsins og þekkir stemninguna í klefanum. Hann mun því vafalítið hafa ýmislegt áhugavert fram að færa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×