Enski boltinn

Ricardo Vaz Te fór úr axlalið gegn Swansea

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ricardo Vaz Te
Ricardo Vaz Te nordicphotos/getty
Ricardo Vaz Te, leikmaður West Ham United, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður frá keppni næstu vikurnar en hann fór úr axlalið í leik gegn Swansea í gær.

Portúgalinn varð fyrir svipuðum meiðslum á síðustu leiktíð og var þá frá keppni í þrjá mánuði.

West Ham og Swansea gerðu marklaust jafntefli en töluvert hefur vantað uppá markaskor hjá West Ham á tímabilinu.

Andy Carroll er enn fjarverandi vegna meiðsla og því eru mikil framherjavandræði í gangi hjá Lundúnaliðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×