Lucasfilm birtir „kitlu“ úr Stjörnustríði Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 10. október 2013 12:01 Kvikmyndaáhugamenn bíða nýjustu Stjörnustríðsmyndarinnar með mikilli eftirvæntingu en enn er langt í frumsýningu. Myndin verður frumsýnd árið 2015 og mikil leynd hvílir yfir framleiðslunni. Orðrómur hefur verið á kreiki um að stutt sýnishorn, svokölluð „kitla“, úr myndinni sé væntanlegt en enn bólar ekkert á henni. Lucasfilm birti hins vegar í gær gamla kitlu frá árinu 1976 sem gerð var fyrir fyrstu myndina. Sýnishornið er merkilegt fyrir margar sakir og munu gallharðir aðdáendur taka strax eftir því að ýmis mikilvæg smáatriði sem enduðu í myndinni vantar í kitluna. Eftirminnileg tónlist tónskáldsins Johns Williams var til dæmis ekki tilbúin og vantar því í sýnishornið. Endanlega leturgerð titilsins vantar einnig og geislasverð þeirra Obi-Wans Kenobi og Svarthöfða eru hvít á litinn en í lokaútgáfunni voru þau blá og rauð. Þennan gamla gullmola má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kvikmyndaáhugamenn bíða nýjustu Stjörnustríðsmyndarinnar með mikilli eftirvæntingu en enn er langt í frumsýningu. Myndin verður frumsýnd árið 2015 og mikil leynd hvílir yfir framleiðslunni. Orðrómur hefur verið á kreiki um að stutt sýnishorn, svokölluð „kitla“, úr myndinni sé væntanlegt en enn bólar ekkert á henni. Lucasfilm birti hins vegar í gær gamla kitlu frá árinu 1976 sem gerð var fyrir fyrstu myndina. Sýnishornið er merkilegt fyrir margar sakir og munu gallharðir aðdáendur taka strax eftir því að ýmis mikilvæg smáatriði sem enduðu í myndinni vantar í kitluna. Eftirminnileg tónlist tónskáldsins Johns Williams var til dæmis ekki tilbúin og vantar því í sýnishornið. Endanlega leturgerð titilsins vantar einnig og geislasverð þeirra Obi-Wans Kenobi og Svarthöfða eru hvít á litinn en í lokaútgáfunni voru þau blá og rauð. Þennan gamla gullmola má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira