Quentin Tarantino: Batman er óáhugaverður Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. október 2013 12:21 Tarantino (t.h.) kærir sig kollóttan um Batman. Kvikmyndaleikstjórinn Quentin Tarantino hefur lítinn áhuga á Leðurblökumanninum ef marka má viðtal sem tekið var við hann á dögunum. Skiptar skoðanir eru á því að Ben Affleck hafi verið ráðinn í hlutverk þessarar vinsælu ofurhetju í væntanlegri kvikmynd þar sem Leðurblökumaðurinn og Ofurmennið leiða saman hesta sína. Tarantino var spurður álits á leikaravalinu einhverra hluta vegna og hafði hann lítið um málið að segja. „Ég verð að viðurkenna að ég hef enga skoðun á þessu,“ sagði Tarantino. „Af hverju? Jú, vegna þess að Batman er ekki sérlega áhugaverð persóna. Ekki fyrir neinn leikara.“ Hann segir Michael Keaton standa upp úr af þeim leikurum sem túlkað hafa hetjuna og bætir því við að hann óski Affleck góðs gengis. „En vitið þið hver hefði orðið frábær Batman? Alec Baldwin á 9. áratugnum.“ Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kvikmyndaleikstjórinn Quentin Tarantino hefur lítinn áhuga á Leðurblökumanninum ef marka má viðtal sem tekið var við hann á dögunum. Skiptar skoðanir eru á því að Ben Affleck hafi verið ráðinn í hlutverk þessarar vinsælu ofurhetju í væntanlegri kvikmynd þar sem Leðurblökumaðurinn og Ofurmennið leiða saman hesta sína. Tarantino var spurður álits á leikaravalinu einhverra hluta vegna og hafði hann lítið um málið að segja. „Ég verð að viðurkenna að ég hef enga skoðun á þessu,“ sagði Tarantino. „Af hverju? Jú, vegna þess að Batman er ekki sérlega áhugaverð persóna. Ekki fyrir neinn leikara.“ Hann segir Michael Keaton standa upp úr af þeim leikurum sem túlkað hafa hetjuna og bætir því við að hann óski Affleck góðs gengis. „En vitið þið hver hefði orðið frábær Batman? Alec Baldwin á 9. áratugnum.“
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira