Fótbolti

Ragnar: Vissum alltaf að við myndum skora

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Þetta var frábær spilamennska hjá öllu liðinu og við vorum að verjast sérstaklega vel í kvöld,“ sagði Ragnar Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn á Kýpverjum í kvöld.

„Við vissum að þetta yrði svona þolinmæðisleikur. Við urðum að halda einbeitingu þar sem þeir ætluðu alltaf að beita skyndisóknum og það gekk allt saman upp.“

„Við vorum ekkert að stressa okkur á markaleysinu og vissum alltaf að við myndum skora. Við erum með menn eins og Eið, Kolbein og Gylfa frammi og þá fer boltinn alltaf í netið.“

„Það var vissulega þægilegt að skora þetta fyrsta mark og það kom svona ákveðin léttir yfir allt liðið.“

Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ragnar hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×