Fótbolti

Raheem Sterling kallaður inn í enska landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raheem Sterling.
Raheem Sterling. Mynd/NordicPhotos/Getty
Raheem Sterling, kantmaður Liverpool, er kominn til móts við enska landsliðið í fótbolta fyrir lokaleik liðsins í undankeppni HM 2014 sem verður á móti Póllandi á Wembley á þriðjudaginn. Sterling kemur inn fyrir Manchester United manninn Tom Cleverley sem er meiddur.

Hinn 18 ára gamli Raheem Sterling var með 21 árs landsliðinu en Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englendinga, vill fá hann í aðalliðið sem verður að vinna Pólverja til að vinna riðilinn og sleppa við að fara í umspilið.

Sterling varð fyrir tæpu ári síðan fimmti yngsti leikmaður enska landsliðsins þegar hann byrjaði í 2-4 tapi á móti Svíum á Friends Arena. Það er hans eini landsleikur til þessa en hann var í hópnum fyrir leiki á móti Moldavíu og Úkraínu í síðasta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×