Krísa í norska fótboltaheiminum Eyþór Atli Einarsson skrifar 13. október 2013 22:00 Kona Egil "Drillo“ Olsen er ekki sátt. Mynd/AFP Norðmenn eru brotnir eftir skelfilegt tap gegn Slóveníu á föstudaginn. Mikil krísa er innan norska knattspyrnusambandsins og hefur mörgum samsæriskenningum verið fleygt fram á yfirborðið. Það er ekki eingöngu landslið Noregs í karlaknattspyrnunni sem á undir högg að sækja heldur eru yfirmenn norska knattspyrnusambandsins sakaðir um vanhæfni í starfi. Skemmst er að minnast Veigars Páls málsins sem tröllreið öllu í Noregi. Framkvæmdastjórinn Kjetil Siem og forsetinn Yngve Hallén þurftu þá að svara til saka um lögmæti félagsskipta Veigars Páls frá Stabæk til Valerenga. Þessir tveir sömu menn eru einnig sagðir hafa rutt hinum sögufræga Egil „Drillo“ Olsen úr starfi til þess að opna fyrir nýjum þjálfara, Per Mathias Hogmo. Eiginkona „Drillo“, Sigrun Vedelden, kom fram í fjölmiðlum fyrir leikinn gegn Slóvenum og sakaði norska knattspyrnusambandið um virðingarleysi og óheiðarleika við brottrekstur eiginmannsins. Deilur hafa einnig komið upp á yfirborðið í sambandi við umfjöllun fjölmiðla um norska knattspyrnu eftir að sjónvarpsstöðin TV2, sem hefur sjónvarpsrétt á leikjum norska landsliðsins, ákvað að færa leikinn gegn Íslandi af aðalstöð TV2 yfir á aðra minni stöð og hótuðu yfirmenn knattspyrnusambandsins að kæra sjónvarpsstöðina án þess að hlusta á ástæður fyrir skiptingunni sem er lítið áhorf á leiki norska landsliðsins. Á sama tíma og áhorfendum fækkar á leiki karlalandsliðsins gengur kvennaliðinu allt í haginn og sneru þær heim sem kvenhetjur eftir vaska framgöngu á Evrópumóti kvennalandsliða síðasta sumar. Nýr þjálfari karlanna biður þó norsku þjóðina um að vera þolinmóða og viðurkennir óróa innan herbúða norska liðsins með dræman áhuga sem liðið fær frá þjóðinni. Þótt hann hafi vonast eftir því að komast á HM núna þá lofar hann meiri sóknarbolta, betri boltameðferð og miklum breytingum á leikstíl norska liðsins í undankeppni Evrópumótsins. Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Norðmenn eru brotnir eftir skelfilegt tap gegn Slóveníu á föstudaginn. Mikil krísa er innan norska knattspyrnusambandsins og hefur mörgum samsæriskenningum verið fleygt fram á yfirborðið. Það er ekki eingöngu landslið Noregs í karlaknattspyrnunni sem á undir högg að sækja heldur eru yfirmenn norska knattspyrnusambandsins sakaðir um vanhæfni í starfi. Skemmst er að minnast Veigars Páls málsins sem tröllreið öllu í Noregi. Framkvæmdastjórinn Kjetil Siem og forsetinn Yngve Hallén þurftu þá að svara til saka um lögmæti félagsskipta Veigars Páls frá Stabæk til Valerenga. Þessir tveir sömu menn eru einnig sagðir hafa rutt hinum sögufræga Egil „Drillo“ Olsen úr starfi til þess að opna fyrir nýjum þjálfara, Per Mathias Hogmo. Eiginkona „Drillo“, Sigrun Vedelden, kom fram í fjölmiðlum fyrir leikinn gegn Slóvenum og sakaði norska knattspyrnusambandið um virðingarleysi og óheiðarleika við brottrekstur eiginmannsins. Deilur hafa einnig komið upp á yfirborðið í sambandi við umfjöllun fjölmiðla um norska knattspyrnu eftir að sjónvarpsstöðin TV2, sem hefur sjónvarpsrétt á leikjum norska landsliðsins, ákvað að færa leikinn gegn Íslandi af aðalstöð TV2 yfir á aðra minni stöð og hótuðu yfirmenn knattspyrnusambandsins að kæra sjónvarpsstöðina án þess að hlusta á ástæður fyrir skiptingunni sem er lítið áhorf á leiki norska landsliðsins. Á sama tíma og áhorfendum fækkar á leiki karlalandsliðsins gengur kvennaliðinu allt í haginn og sneru þær heim sem kvenhetjur eftir vaska framgöngu á Evrópumóti kvennalandsliða síðasta sumar. Nýr þjálfari karlanna biður þó norsku þjóðina um að vera þolinmóða og viðurkennir óróa innan herbúða norska liðsins með dræman áhuga sem liðið fær frá þjóðinni. Þótt hann hafi vonast eftir því að komast á HM núna þá lofar hann meiri sóknarbolta, betri boltameðferð og miklum breytingum á leikstíl norska liðsins í undankeppni Evrópumótsins.
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira