Fótbolti

Pólverjar verða fjölmennir á Wembley

Englendingar eiga fram undan mjög mikilvægan leik gegn Pólverjum í undankeppni HM 2014. Englendingar seldu Pólverjum 18 þúsund miða á leikinn sem hefur verið nokkuð gagnrýnt.

England er í efsta sæti riðilsins með 19 stig og sigur gegn Pólverjum á morgun skýtur þeim beint á HM. Ef liðið misstígur sig gæti Úkraína komist upp fyrir England.

Þá þyrftu Englendingar að fara í umspilið sem Ísland er að berjast um að komast í.

Ástæðan fyrir því að enska knattspyrnusambandið seldi svo marga miða til Pólverja var til þess að Pólverjar væru ekki að kaupa miða á svæðum þar sem heimamenn eiga að sitja.

Það hefur ekki verið uppselt á neinum heimaleik enska liðsins í undankeppni HM en Wembley tekur um 90 þúsund manns í sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×