Fótbolti

Lars: Væri bæði neikvætt og jákvætt að sigra Svía

Kolbeinn Tumi Daðason í Osló skrifar
Lars á æfingu liðsins í morgun.
Lars á æfingu liðsins í morgun.
„Sem Svíi vil ég ekki koma í veg fyrir að Svíar komist á HM takist okkur að komast í umspilið og drögumst gegn þeim. Frá fótboltalegu sjónarhorni hefði ég hins vegar ekkert á móti því að vinna þá.“

Þau voru viðbrögð landsliðsþjálfarans Lars Lagerbäck við spurningu sænskra blaðamanna um mögulega viðureign Svía og Íslendinga í umspili um laust sæti á HM 2014.

Svíar hafa þegar tryggt sæti sitt í umspilinu og verða í efri styrkleikaflokki þeirra átta þjóða sem komast í umspilið. Því yrði 25 prósent líkur á að andstæðingurinn yrði Ísland takist okkar mönnum ætlunarverk sitt. Svíar eru spenntir fyrir mögulegri viðureign við sinn gamla landsliðsþjálfara.

„Ég er mun tengdari Íslandi sem stendur en Svíþjóð. Þannig að það er ekki vandamál fyrir mig,“ sagði Svíinn.

„Það væri þannig ekkert gott að sigra þá en yrði það þó á vissan hátt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×