Fótbolti

Gummi Ben lýsir aftur í beinni á Bylgjunni

Guðmundur Benediktsson.
Guðmundur Benediktsson.
Guðmundur Benediktsson lýsti landsleik Íslands og Kýpur á Bylgjunni síðasta föstudagskvöld og fékk lýsing Guðmundar afar góð viðbrögð hlustenda.

Nú á að endurtaka leikinn annað kvöld. Þá mun Guðmundur lýsa stórleiknum gegn Noregi í beinni frá Osló.

Hægt verður að hlusta í útvarpinu og einnig hér á Vísi. Áhugasamir geta nýtt sér textalýsingu Vísis með fullri tölfræði og notið um leið lýsingar Guðmundar sem vafalítið verður í banastuði í Osló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×