Fótbolti

Aron og Gylfi tóku enga áhættu

Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar
Aron á æfingunni í morgun.
Aron á æfingunni í morgun. mynd/vilhelm
Allir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu eru við hestaheilsu og klárir í slaginn gegn Norðmönnum á morgun.

Gylfi Þór varð fyrir höggi á ökkla í fyrri hálfleik í 2-0 sigrinum á Kýpur. Þá fékk Aron Einar Gunnarsson högg á mjöðm í síðari hálfleik.

Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck staðfesti að báðir hefðu tekið því rólega á æfingunni. Aron Einar tók aðeins þátt í hálfri æfingunni og Gylfi passaði sig og fór að öllu með gát.

Annars minnti sá sænski á að um lúxusvandamál væri að ræða hvað liðsval varðaði. Í fyrsta skipti væru allir klárir í slaginn í leikina gegn Kýpur og Noregi að frátöldum Ólafi Inga Skúlason sem heltist úr lestinni vegna meiðsla aftan í læri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×