Gylfi Þór: Lars hefur verið mjög sveigjanlegur Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar 14. október 2013 22:30 Gylfi Þór á æfingu íslenska liðsins í dag. Mynd/Vilhelm „Við höfum sótt til sigurs í öllum leikjunum í þessum riðli. Það væri vitleysa að ætla að breyta því og fara að verja eitthvað og spá í hvað Slóvenar og Svisslendingar eru að gera. Við erum bestir þegar við sækjum og reynum að vinna leikinn. Við nálgumst leikinn ekkert öðruvísi,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. Gylfi og félagar segjast klárir í slaginn fyrir leikinn gegn Norðmönnum á morgun. Sá sparkvissi fagnar því að búið sé að selja yfir þúsund miða á leikinn til stuðningsmanna íslenska liðsins. „Vonandi koma Íslendingarnir í löndunum í kring á völlinn. Það væri algjörlega frábært ef það kæmu nokkur þúsund manns í bláum fötum að styðja okkur. Það væri geðveikt,“ sagði Gylfi á hóteli íslenska liðsins í Osló. Hann var afslappaður líkt og félagar hans sem voru ýmist uppi á herbergi að slaka á, í sjúkraþjálfun eða að spjalla saman í anddyrinu. Gylfi segir þó sérstaklega gott hvernig að málum sé staðið þegar íslenska landsliðið dvelur á hótelum á Íslandi í nálægð við heimili sín. „Lars hefur verið mjög sveigjanlegur. Á milli æfinga og kvöldmats er frítími þar sem við getum hitt fjölskyldu og vini. Það gefur okkur frið og ró að geta slappað af. Þurfa ekki að hanga á hótelinu allan sólarhringinn.“ Gylfi Þór var einbeittur en hress þegar blaðamaður hitti á hann í dag. Hann fagnar því að þeir dagar séu liðnir að íslenska liðið verjist og beiti skyndisóknum. Það hafi breyst. „Breytingin snýr líka að því að við einbeitum okkur mest að okkar leik þótt við förum yfir andstæðinginn, föst leikatriði og hvernig þeir spila. Aðalatriðið er að við erum að gera réttu hlutina. Erum þéttir í vörn og spilum flottan sóknarbolta,“ segir Gylfi Þór. Hafnfirðingurinn hefur verið í hlutverki miðjumanns í undanförnum leikjum með landsliðinu. Áður var hann meira út á kantinum sem hefur einnig verið hlutskipti hans mest megnis hjá Tottenham. „Núna er ég mikið meira í spili og byrja einhverjar sóknir. Svo tímaset ég hlaupinn inn í teiginn þegar færi gefst á því. Ég veit að ég er ekki einhver kantmaður sem er líklegur til að taka bakvörðinn á tíu sinnum og spretta framhjá honum. Ég leita frekar inn á miðjuna,“ segir Gyfli vel meðvitaður um styrkleika sína og veikleika. Hann kann mjög vel við að spila á miðjunni með Aroni Einari Gunnarssyni. „Það er gott að vera með Aroni sem bíður í okkar sóknum. Auðvitað þarf maður að skila sér til baka og vinna vel í vörn. Ég er í fínu formi og það er gaman að hlaupa og berjast.“ HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Sjá meira
„Við höfum sótt til sigurs í öllum leikjunum í þessum riðli. Það væri vitleysa að ætla að breyta því og fara að verja eitthvað og spá í hvað Slóvenar og Svisslendingar eru að gera. Við erum bestir þegar við sækjum og reynum að vinna leikinn. Við nálgumst leikinn ekkert öðruvísi,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson. Gylfi og félagar segjast klárir í slaginn fyrir leikinn gegn Norðmönnum á morgun. Sá sparkvissi fagnar því að búið sé að selja yfir þúsund miða á leikinn til stuðningsmanna íslenska liðsins. „Vonandi koma Íslendingarnir í löndunum í kring á völlinn. Það væri algjörlega frábært ef það kæmu nokkur þúsund manns í bláum fötum að styðja okkur. Það væri geðveikt,“ sagði Gylfi á hóteli íslenska liðsins í Osló. Hann var afslappaður líkt og félagar hans sem voru ýmist uppi á herbergi að slaka á, í sjúkraþjálfun eða að spjalla saman í anddyrinu. Gylfi segir þó sérstaklega gott hvernig að málum sé staðið þegar íslenska landsliðið dvelur á hótelum á Íslandi í nálægð við heimili sín. „Lars hefur verið mjög sveigjanlegur. Á milli æfinga og kvöldmats er frítími þar sem við getum hitt fjölskyldu og vini. Það gefur okkur frið og ró að geta slappað af. Þurfa ekki að hanga á hótelinu allan sólarhringinn.“ Gylfi Þór var einbeittur en hress þegar blaðamaður hitti á hann í dag. Hann fagnar því að þeir dagar séu liðnir að íslenska liðið verjist og beiti skyndisóknum. Það hafi breyst. „Breytingin snýr líka að því að við einbeitum okkur mest að okkar leik þótt við förum yfir andstæðinginn, föst leikatriði og hvernig þeir spila. Aðalatriðið er að við erum að gera réttu hlutina. Erum þéttir í vörn og spilum flottan sóknarbolta,“ segir Gylfi Þór. Hafnfirðingurinn hefur verið í hlutverki miðjumanns í undanförnum leikjum með landsliðinu. Áður var hann meira út á kantinum sem hefur einnig verið hlutskipti hans mest megnis hjá Tottenham. „Núna er ég mikið meira í spili og byrja einhverjar sóknir. Svo tímaset ég hlaupinn inn í teiginn þegar færi gefst á því. Ég veit að ég er ekki einhver kantmaður sem er líklegur til að taka bakvörðinn á tíu sinnum og spretta framhjá honum. Ég leita frekar inn á miðjuna,“ segir Gyfli vel meðvitaður um styrkleika sína og veikleika. Hann kann mjög vel við að spila á miðjunni með Aroni Einari Gunnarssyni. „Það er gott að vera með Aroni sem bíður í okkar sóknum. Auðvitað þarf maður að skila sér til baka og vinna vel í vörn. Ég er í fínu formi og það er gaman að hlaupa og berjast.“
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? Fótbolti Fleiri fréttir Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Leik lokið: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Sjá meira