Fótbolti

Lars og strákarnir til umfjöllunar í kvöld

Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar
Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu íslenska lisðins í dag.
Birkir Bjarnason og Gylfi Þór Sigurðsson á æfingu íslenska lisðins í dag. Mynd/Vilhelm
Sjónvarpsmenn frá sænska ríkissjónvarpinu eru mættir til Ósló og unnu að innslagi um íslenska landsliðið og þjálfarann Lars Lagerbäck.

Innslagið verður sýnt í sjónvarpsþættinum Fótboltakvöld sem hefst á SVT2 klukkan 20.15. Stöðina má meðal annars finna á fjölvarpinu.

Sænsku fréttamennirnir segja Lagerbäck allt annan, opnari og skemmtilegri mann en þann sem stýrði sænska landsliðinu á sínum tíma. Rætt er við fjölmarga leikmenn íslenska liðsins í þættinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×