Fótbolti

Segja búið að selja 2500 miða til Íslendinga

Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar
Mikill stemmning ríkir meðal íslenskra stuðningsmanna fyrir leikinn gegn Norðmönnum í Ósló í dag.

Norska blaðið Verdens Gang hefur eftir forsvarsmönnum norska knattspyrnusambandsins að búið sé að selja 2500 miða til Íslendinga.

Vitað var að tæplega eitt þúsund Íslendingar höfðu keypt miða á leikinn í gegnum Knattspyrnusamband Íslands í síðustu viku. Ekki minnkaði áhuginn með sigrinum á Kýpur en hvort 2500 Íslendingar mæti á leikinn kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld.

Leikurinn í kvöld verður í beinni textalýsingu á Vísi. Gummi Ben mun lýsa leiknum beint á Bylgjunni og verður hægt að hlusta á lýsinguna inn í textalýsingarfrétt Vísis. Textalýsing, tölfræði og Gummi Ben. Allt á sama stað í kvöld á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×