Fótbolti

Matti Vill og Gummi Kristjáns senda strákunum stuðningskveðju

Strákarnir með myndina af félögum sínum.
Strákarnir með myndina af félögum sínum. mynd/instagram
"Stærsti dagur í sögu íslenskrar knattspyrnu," skrifar knattspyrnumaðurinn Matthías Vilhjálmsson við mynd sem hann birtir á samfélagsmiðlum í dag.

Þar halda Matthías og félagi hans, Guðmundur Kristjánsson, á mynd af íslenska landsliðinu fagna jöfnunarmarkinu sögulega hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni út í Sviss.

Þeir félagar hafa báðir verið viðloðandi íslenska landsliðshópinn og leika með norska félaginu Start.

Íslendingar út um allan heim telja nú niður í landsleikinn gegn Noregi í kvöld og þeir félagar eru þar engin undantekning.

Leikurinn í kvöld verður í beinni textalýsingu á Vísi. Gummi Ben mun lýsa leiknum beint á Bylgjunni og verður hægt að hlusta á lýsinguna inn í textalýsingarfrétt Vísis. Textalýsing, tölfræði og Gummi Ben. Allt á sama stað í kvöld á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×