Fótbolti

Bosnich vill að Ferguson þjálfi ástralska landsliðið

Ólíklegt er að Ferguson þjálfi aftur.
Ólíklegt er að Ferguson þjálfi aftur.
Þó svo Sir Alex Ferguson sé hættur að þjálfa þá eru alltaf til menn sem reyna að lokka hann aftur niður á hliðarlínuna.

Ástralir eru í leit að þjálfara en Þjóðverjinn Holger Osieck var rekinn eftir að liðið hafði tapað tveim leikjum í röð 6-0. Voru það leikir gegn Brasilíu og Frakklandi.

"Það er búið að kasta mörgum nöfnum upp í loftið en ég hef ekki enn séð nafn Alex Ferguson þar á meðal. Ég bendi á það nafn þó svo ég hafi meiri ástæðu en flestir til þess að láta það eiga sig," sagði markvörðurinn Mark Bosnich en ekki var gott á milli hans og Ferguson er hann lék með Man. Utd.

"Ég er bara að vera heiðarlegur. Ég veit hvernig þjálfari hann er og Ástralía á að reyna við hann."

Ferguson þjálfaði Skota á HM 1986 en liðið komst þá ekki upp úr riðlakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×