Fótbolti

Tóku skyndiákvörðun og skelltu sér út

Kolbeinn Tumi Daðason í Osló skrifar
Ingvar, til vinstri, hress ásamt félaga sínum Jóhanni Finnbogasyni.
Ingvar, til vinstri, hress ásamt félaga sínum Jóhanni Finnbogasyni. mynd/vilhelm
„Við erum þrír sem vinnum saman og ákváðum í vinnunni í gær að skella okkur,“ segir Ingvar Steinþórsson stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Ingvar var meðal þeirra fyrstu sem mættu á Horgans Bar & Restaurant í miðbæ Óslóar í dag. Klukkan 14:30 að staðartíma voru um þrjátíu stuðningsmenn mættir og ljóst að þeim mun fjölga mikið. Leikurinn hefst ekki fyrr en klukkan 20 að staðartíma.

Ingvar flaug utan í morgun ásamt félögum sínum. Þeir fljúga svo aftur heim strax eftir leik í kvöld

„Við vinnum 3-1,“ segir Ingvar þegar hann var beðinn um að spá fyrir kvöldið.

Leikurinn í kvöld verður í beinni textalýsingu á Vísi. Gummi Ben mun lýsa leiknum beint á Bylgjunni og verður hægt að hlusta á lýsinguna inn í textalýsingarfrétt Vísis. Textalýsing, tölfræði og Gummi Ben. Allt á sama stað í kvöld á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×