Fótbolti

Rooney og Gerrard komu Englendingum á HM í Brasilíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard fagnar marki sínu.
Steven Gerrard fagnar marki sínu. Mynd/NordicPhotos/Getty
Englendingar unnu 2-0 sigur á Pólverjum á Wembley í kvöld en þeir tryggðu sér sigur í H-riðli og sæti á HM í Brasilíu með þessum sigri. Það voru þeir Wayne Rooney og Steven Gerrard sem skoruðu mörk enska liðsins í kvöld.

Englendingar urðu að vinna leikinn til að tryggja sér sigur í riðlinum því Úkraína var að bursta San Marínó á sama tíma.

Það var pressa á enska liðinu fyrir lokaleikina en þeir kláruðu báða leiki og verða með í Brasilíu næsta sumar.

Wayne Rooney skoraði fyrra markið á 41. mínútu með laglegum skalla eftir fyrirgjöf frá Leighton Baines.

Pólverjar ógnuðu enska liðinu svolítið í seinni hálfleiknum en það var síðan Steven Gerrard sem innsiglaði sigurinn á 88. mínútu eftir frábært hlaup.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×