Fótbolti

Fólk úr öllum áttum mætt til Óslóar - myndir

Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar
Myndir/Vilhelm Gunnarsson
Stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins hafa margir hverjir farið í langt ferðalag til þess að verða vitni að vonandi sögulegum leik á Ullevaal í kvöld.

Langflestir þeirra sem mættir voru í upphitunina á Horgans kránni komu með morgunflugi frá Íslandi. Þeir halda aftur heim sömu leið í kvöld. Þeir voru meðal þeirra fyrstu sem mættu en vitað er af fjölda manns á leiðinni á leikinn.

Tveir félagar voru nýkomnir eftir langt flug frá Dubai og ætluðu ekki að missa af stóra leiknum. Þá voru gestir mætir eftir langan bíltúr og tvö flug frá Sviss auk þess sem nokkrir voru heldur þreyttir eftir tíu tíma rútuferð frá Svíþjóð.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var að sjálfsögðu mættur til þess að taka myndir af brosmildum stuðningsmönnum.

Leikurinn í kvöld verður í beinni textalýsingu á Vísi. Gummi Ben mun lýsa leiknum beint á Bylgjunni og verður hægt að hlusta á lýsinguna inn í textalýsingarfrétt Vísis. Textalýsing, tölfræði og Gummi Ben. Allt á sama stað í kvöld á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×