Fótbolti

Rússar á HM en Portúgal í umspil

Stefán Árni Pálsson skrifar
Luis Nani fagnar hér marki í kvöld.
Luis Nani fagnar hér marki í kvöld. nordicphotos / afp
Fimm leikjum var að ljúka í undankeppni HM en þar ber helst að nefna frábæran jafntefli Rússa gegn Aserbaídsjan, 1-1, á útivelli og tryggði liðið sér því sæti á HM í Brasilíu á næsta ári.

Portúgal leikur einnig með Rússum í F-riðli en liðið vann auðveldan sigur á Lúxemborg 3-0 en það mun ekki duga til fyrir Cristiano Ronaldo og félaga sem fara í umspil.

Roman Shirokov gerði eina mark Rússa í leiknum en Vaqif Cavadov jafnaði metin fyrir Asera á síðustu mínútu leiksins.

Silvestre Varela, Nani og Hélder Postiga gerðu allir sitt markið hver fyrir Portúgal í leiknum. Ísrael og Norður Írar  gerðu 1-1 jafntefli í leik sem skipti litlu máli.

F-riðill

Aserbaídsjan - Rússland 1-1

0-1 Roman Shirokov (16.), 1-1 Vaqif Cavadov (90.).

Ísrael - Norður-Írland 1-1

1-0 Eden Ben Basat (43.), 1-1 Steven Davis (72.)

Portúgal - Lúxemborg 3-0

1-0 Silvestre Varela (30.), 2-0 Nani (36.), 3-0 Hélder Postiga (79.)



Lokastaðan: Rússland 22 stig, Portúgal 21, Ísrael 14, Aserbaídsjan 9, Norður-Írland 7, Lúxemb. 6.

Í G-riðli komst Bosnía áfram á HM þegar liðið lagði Litháen á útivelli 1-0. Grikkir unnu góðan sigur á Liechtenstein 2-0 og hafnaði liðið í öðru sæti riðilsins með 22 stig, jafnmörg stig og Bosníumenn en síðarnefnda liðið með betri markatölu.

G-riðill

Grikkland - Liechtenstein 2-0

1-0 Dimitris Salpingidis (10.), 2-0 Giorgios Karagounis (81.).

Litháen - Bosnía 0-1

0 - 1 Vedad Ibišević (68.)

Lettland - Slóvakía (0-2) í hálfleik.

0-1 Martin Jakubko (9.), 0-2 Kornel Saláta (16.)

Staðan: Bosnía 25 stig, Grikkland 25, Slóvakía 12, Litháen 11, Lettland 7,  Liechtenstein 2.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×