Fótbolti

Danir í annað sætið en umspilsætið ekki enn í höfn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Danir rústuðu Maltverjum 6-0 í Kaupmannahöfn í kvöld en leikurinn var hluti af undankeppni HM í Brasilíu 2014.

Með sigrinum komst liðið í annað sæti riðilsins en gæti komið til þess að Danir verði níunda liðið inn í umspilið og mögulega því úr leik.

Þetta kemur allt saman í ljós síðar í kvöld.

B-riðill

Búlgaría - Tékkland 0-1

0-1 Bořek Dočkal (52.)

Danmörk - Malta 6-0

1-0 Morten Rasmussen (9.), 2-0 Daniel Agger (11.), 3-0 Andreas Bjelland (28.), 4-0 Daniel Agger (39.), 5-0 Morten Rasmussen (74.), 6-0 Nicki Niels Nielsen (84.).

Ítalía - Armenía (1-1) Staðan í síðari hálfleiknum.

0-1 Yura Movsisyan (5.), 1-1 Alessandro Florenzi (24.)

Staðan: Ítalía 21 stig, Danmörk 16, Tékkland 15, Búlgaría 13, Armenía 12, Malta 3.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×