Fótbolti

Ísland mun ekki spila við Svía

Strákarnir fagna umspilssætinu í gær.
Strákarnir fagna umspilssætinu í gær. mynd/vilhelm
Það verður ekki formlega ljóst fyrr en á morgun hvernig styrkleikaröðunin verður í drættinum fyrir HM-umspilið. Þá verður nýr styrkleikalisti FIFA gefinn út. Engu að síður virðist vera ljóst hvernig landslagið lítur út.

Samkvæmt útreikningum Kicker munu lið Portúgal, Grikklands, Króatíu og Úkraínu verða í efri styrkleikaflokki.

Ísland verður þá með Svíum, Frökkum og Rúmenum í neðri flokknum.

Ísland á þar af leiðandi ekki möguleika á því að spila gegn Svíum. Andstæðingurinn verður því annað hvort Portúgal, Grikkland, Króatía eða Úkraína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×