Fótbolti

Rooney: Við stóðumst pressuna

Rooney fagnar marki sínu í gær.
Rooney fagnar marki sínu í gær.
Það var þungu fargi létt af enska landsliðinu í gær. Liðið vann þá 2-0 sigur á Pólverjum og tryggði sér um leið sæti á HM í Brasilíu næsta sumar.

Englendingar voru undir mikilli pressu fyrir síðustu tvo leiki sína og urðu að vinna þá báða. Það gerðu þeir.

"Við erum í skýjunum með þetta og núna höfum við ekki tapað tíu leikjum í röð," sagði Wayne Rooney eftir leik.

"Mér finnst við hafa spilað mjög vel í síðustu tveim leikjum. Við áttum þetta skilið. Það var pressa á okkur en við stóðumst hana og kláruðum báða leiki. Þess utan spiluðum við vel."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×