Fótbolti

Grikkir vilja veiða Ísland í drættinum

Forsíðan góða.
Forsíðan góða.
Ísland kom allra liða mest á óvart í undankeppi HM í Evrópu og ljóst að Ísland er það lið sem hinar þjóðirnar vilja mæta í umspili um laust sæti á HM.

Grikkir eru þegar farnir að gæla við að mæta Íslandi í umspilinu og það mátti sjá á forsíðu blaðs þar í morgun.

Á henni er mynd af landsliðsþjálfara Grikkja þar sem hann heldur á veiðistöng og veiðir íslenskan fisk.

Grikkland er einmitt það lið sem Ísland vill helst mæta í umspilinu og spurning hvort það verði happafengur fyrir Grikki ef þeir verða svo "heppnir" að lenda gegn Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×