Fótbolti

Özil haltraði af velli

Özil fagnar í gær.
Özil fagnar í gær.
Þýski landsliðsmaðurinn Mesut Özil fagnaði 25 ára afmæli sínu í gær með því að skora í 5-3 sigri Þjóðverja á Svíum. Dagurinn endaði þó ekki nógu vel fyrir Özil.

Hann haltraði af velli þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Líklega tognaður aftan í læri.

Þetta eru mjög slæm tíðindi fyrir félag hans, Arsenal, enda hefur Özil farið á kostum með liðinu síðan hann var keyptur þangað frá Real Madrid.

Ekki er vitað hversu alvarleg meiðslin eru en Özil gæti hugsanlega verið frá í nokkrar vikur.

Þjóðverjar eru á leið á HM en Svíar urðu í öðru sæti riðilsins og fara því í umspilið um laust sæti á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×