Fótbolti

Ísland upp um átta sæti á styrkleikalistanum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Vilhelm
Karlalandslið Íslands í knattspyrnu er komið í 46. sætið á styrkleikalista alþjóðaknattspyrnusambandsins eftir góða uppskeru í október.

Íslenska liðið var í 54. sæti fyrir leikina gegn Kýpur, sem vannst 2-0, og jafnteflið gegn Norðmönnum.

Svisslendingar eru komnir í 7. sæti listans og Englendingar skutust upp um sjö sæti og í það tíunda. Spánverjar eru áfram í toppsæti listans, svo koma Þjóðverjar og þá Argentínumenn.

Styrkleikalista FIFA má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×