Fótbolti

Gefðu boltann á apann

Allir vinir. Townsend er ekkert sár út í Hodgson.
Allir vinir. Townsend er ekkert sár út í Hodgson.
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, hefur neyðst til þess að biðjast afsökunar ef hann móðgaði einhvern með óheppilegum ummælum inn í klefa í leikhléi á leik Englands og Póllands á þriðjudag.

Hodgson var þá að reyna að koma þeim skilaboðum áleiðis til Chris Smalling að hann ætti að koma boltanum eins oft og hann gæti á Andros Townsend.

Er Hodgson sagður hafa sagt brandara til að leggja áherslu á mál sitt. Brandarinn var tilvísun í geimferðaráætlun NASA er stofnunin sendi apa í geiminn.

"Feed the monkey" eða gefðu boltann á apann á Hodgson að hafa sagt. Óheppilegt en samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla tók enginn illa í orðalagið þó það hafi verið óheppilegt.

Wayne Rooney sagði til að mynda á Twitter að þessi umræða væri fáranleg.

Hodgson ákvað þó að biðjast afsökunar ef hann hefði móðgað einhvern. Það hefði ekki verið ætlun hans. Hann hefur rætt við Townsend sem segist hafa skilið hvað hann væri að fara og væri ekki móðgaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×