Fótbolti

Mexíkóskur þulur hraunaði yfir leikmenn landsliðsins

Hernandez og félagar hafa verið arfaslakir í undankeppni HM. Þeir fengu líka að heyra það.
Hernandez og félagar hafa verið arfaslakir í undankeppni HM. Þeir fengu líka að heyra það.
Aron Jóhannsson skaut Mexíkó í umspil fyrir HM með marki í uppbótartíma. Mexíkóum þótti það neyðarlegt að Bandaríkjamenn skildu bjarga þeim frá niðurlægingu.

Sá er lýsti leiknum á TV Azteca fyrir Mexíkóa var ekki að spara stóru orðin. Grípum aðeins niður í lýsingu hans.

"MAAAAAAAAARRRRK. Bandaríkjamenn skjóta okkur í umspilið. BANDARÍKJAMENN!! Það er út af Bandaríkjunum sem við erum í umspili um laust sæti á HM. Út af þeim. Ekki út af ykkur, ekki neinum ykkar í grænu treyjunum. Þetta voru þeir, ekki þið," sagði þulurinn alveg brjálaður og hélt áfram.

"Þið skuluð aldrei gleyma því að þetta er þeim að þakka en ekki ykkur.  Þið þurfið að muna þetta alla ævi. Þið gerið ekkert fyrir treyjuna. Leggið ekkert á ykkur og komuð okkur ekki í umspilið. Það er ekki ykkar hroka að þakka að Mexíkó fór í umspilið."

Svona hélt þulurinn áfram alveg sturlaður og kallaði leikmenn í framhaldinu hálfvita og aumingja. Mexíkóska þjóðin sat fyrir framan skjáinn agndofa yfir þessu upphlaupi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×