Fótbolti

Braut sjónvarpsskjáinn er sonurinn skoraði

Þetta var alvöru högg í sjónvarpið.
Þetta var alvöru högg í sjónvarpið.
Nicki Bille var á ferðinni með danska landsliðinu gegn Möltu á dögunum og fjölskylda hans var að vonum afar spennt.

Faðirinn var þó æstari en aðrir í húsinu. Hann missti það síðan algjörlega er sonurinn skoraði í 6-0 sigri á Möltu.

Í fagnaðarlátunum barði faðirinn í sjónvarpsskjáinn af slíku afli að hann brotnaði. Það verður ekki meira horft á það sjónvarp.

Nicki Bille fannst þetta svo fyndið að hann birti meðfylgjandi mynd af sjónvarpinu á Twitter-síðu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×