Enski boltinn

Southampton í þriðja sætið eftir sigur á Swansea

Southampton komst upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar í dag með 2-0 sigri á Swansea.

Adam Lallana kom heimamönnum yfir á 19. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Gestirnir frá Wales voru heilt yfir sterkari aðilinn en gek illa að nýta færi sín. Þá varði Artur Boruc vel í marki Southampton.

Jay Rodriguez kom inn á sem varamaður fyrir Rickie Lambert á 68. mínútu. Stundarfjórðungi síðar skoraði hann síðara mark Dýrlinganna sem unnu 2-0.

Mauricio Pochettino heldur áfram að gera ótrúlega hluti með Southampton. Liðið hefur 14 stig eftir sjö leiki og situr í þriðja sæti. Tottenham getur þó komist upp fyrir þá rauðu og hvítu með sigri á West Ham í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×