Enski boltinn

Januzaj gæti leikið fyrir England

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Adnan Januzaj sem sló í gegn þegar hann skoraði bæði mörk Manchester United sem lagði Sunderland 2-1 að velli í gær í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta gæti leikið fyrir enska landsliðið í framtíðinni þrátt fyrir að vera fæddur í Belgíu.

Januzaj gekk til liðs við Manchester United 16 ára gamall árið 2011. Hann á ættir að rekja til Kósavó og eru England og Belgía ekki einu landsliðin sem hann gæti leikið fyrir. Þar á meðal eru Albanía, Tyrkland og Serbía og ljóst að leikmaðurinn er eftirsóttur enda mikið efni á ferðinni.

Roy Hodgson þjálfari enska landsliðsins sagði á breska ríkissjónvarpinu í gær að hann fylgdist vel með framgangi leikmannsins.

„Það er engin spurning að hann er mikið efni og við fylgjumst vel með honum en það á eftir að fara yfir margt (áður hægt er að velja hann),“ sagði Hodgson.

Januzaj getur valið að leika með Englandi vegna þess hve ungur hann flutti til landsins en hann hefur nokkrum sinnum hafnað því að leika fyrir Belgíu því hugur hans stefni á að leika fyrir Albaníu, land foreldar sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×