Enski boltinn

Stórbrotin markvarsla David De Gea

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Adnan Januzaj stal sviðsljósinu í 2-1 sigri Manchester United á Sunderland í gær. Tilþrif leiksins átti þó liðsfélagi hans.

David De Gea, markvörður United, hefur legið undir töluverðri gagnrýni undanfarið ár. Hann steig þó ekki feilspor í leiknum í gær og átti eina af vörslum tímabilsins.

Emmanuele Giaccherini, ítalskur leikmaður Sunderland, trúði ekki sínum eigin augum þegar Spánverjinn varði frábæran skalla hans með tilþrifum.

Margir hafa hrósað De Gea fyrir vörsluna og er Peter Schmeichel, fyrrum markvörður United, einn þeirra sem ausa hann lofi.

Vörsluna auk annarra fjögurra glæsilega varslna frá helginni má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×