Enski boltinn

Januzaj ætti að fá væna launahækkun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Adnan Januzaj í leik með United.
Adnan Januzaj í leik með United. nordicphotos / getty
Adnan Januzaj er kominn í sviðsljósið í Manchesterborg en þessi 18 ára Belgi gerði bæði mörk liðsins í 2-1 útisigri á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Leikmaðurinn er samningsbundinn United út tímabilið en Januzaj þykir eitt mesta efni í Evrópu.

Forráðamenn félagsins munu því fljótlega bjóða leikmanninum nýjan samning í von um að halda honum áfram á Englandi.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum mun Januzaj skrifa undir fjögurra ára samning við United á næstunni og fá þá 30.000 pund á viku í laun, margfalt hærri upphæð en hann hefur í dag. Það mun vera 2900% launahækkun frá því sem hann hefur í dag. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×