Fótbolti

Donovan jafnaði markametið í MLS-deildinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Landon Donovan  í leik með LA Galaxy.
Landon Donovan í leik með LA Galaxy. nordicphotos/getty
Knattspyrnumaðurinn Landon Donovan gerði tvö mörk fyrir LA Galaxy gegn Chivas í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.

Liðið vann öruggan 5-0 sigur í leiknum en Donovan jafnaði markamet Jeff Cunningham í leiknum og hefur nú skorað 134 mörk í deildinni.

Leikmanninum vantar því bara eitt mark til að slá markametið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×