Enski boltinn

Fellaini gæti þurft að fara í aðgerð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Marouane Fellaini
Marouane Fellaini nordicphotos / getty
Marouane Fellaini, leikmaður Manchester United, gæti þurft að gangast undir aðgerð en leikmaðurinn fór af velli í leik United og Shakhtar Donetsk í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku.

Fellaini var ekki með liðinu í 2-1 sigri á Sunderland á laugardaginn en þá sló annar Belgi í gegn Adnan Januzaj er hann skoraði bæði mörk United.

Sérfræðingar eiga eftir að skoða Fellaini en mögulegt er að leikmaðurinn fari í aðgerð á rist og verði frá fram í desember.

Leikmaðurinn gekk í raðir Manchester United í sumar og greiddi félagið 27,5 milljónir punda fyrri miðjumanninn sem kom með David Moyes frá Everton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×