Fótbolti

Aron valinn í bandaríska landsliðið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron Jóhannsson
Aron Jóhannsson
Aron Jóhannsson, framherji AZ Alkmaar, hefur verið valinn í tuttugu manna hóp bandaríska landsliðsins fyrir leikina gegn Jamaíka og Panama í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fara 11. og 15. október.

Bandaríkjamenn hafa nú þegar tryggt sér sæti á lokamótið í Brasilíu á næsta ári.

Aron Jóhannsson valdi að leika með Bandaríkjunum í sumar en hann hefur tvöfaldan ríkisborgararétt þar sem leikmaðurinn fæddist í Bandaríkjum.

Ásamt Aroni voru þeir Jozy Altidore, Landon Donovan, Terrence Boyd  og Eddie Johnson valdir í framlínu bandaríska landsliðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×