Fótbolti

Cole dregur sig úr enska landsliðshópnum

Cole í leik með Chelsea.
Cole í leik með Chelsea.
Ashley Cole mun ekki spila með enska landsliðinu á föstudag gegn Svartfjallalandi. Cole er meiddur og getur því ekki spilað.

Cole varð að fara af velli í síðari hálfleik gegn Norwich en hann fékk högg í rifbeinin.

Roy Hodgson landsliðsþjálfari hefur nú kallað á Kieran Gibbs, leikmann Arsenal, í stað Cole. Leighton Baines verður þó væntanlega í byrjunarliði enska liðsins.

Enska landsliðið þarf sigur gegn Svartfellingum og Pólverjum eftir helgi til þess að gulltryggja sæti sitt á HM næsta sumar.

Englendingar eru í efsta sæti síns riðils en eru aðeins einu stigi á undan Úkraínu og Svartfjallalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×