Enski boltinn

Januzaj: Vill ekki hugsa um landsliðsferilinn núna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Adnan Januzaj
Adnan Januzaj
Adnan Januzaj, leikmaður Manchester United, er lítið að hugsa um landsliðsferil sinn þessa daganna og vill frekar einbeita sér að því að ná góðum árangri með United.

Januzaj fæddist í Belgíu en á einnig ættir að rekja til Tyrklands, Serbíu og Albaníu og því óljóst með hvaða landsliði hann leikur í framtíðinni.

„Í augnablikinu er ég ekkert að hugsa um landsliðsferil minn, ég hef nóg annað hugsa um,“ sagði Januzaj.

„Ég verð að einbeita mér fyrst og fremst að því sem er í gangi hér hjá United, félagið er það mikilvægasta hjá mér þessa stundina.“

„Ég vill standa mig vel hjá klúbbnum og gefa mig allan í verkefnið. Það er frábært að vera hér og mig langar að bæta mig enn meira.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×