Enski boltinn

Ramsey og Wenger bestir í september

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ramsey og Wenger með verðlaun sín.
Ramsey og Wenger með verðlaun sín.
Aaron Ramsey, leikmaður Arsenal, og Arsene Wenger, knattspyrnustjóri liðsins, hafa verið kjörnir besti leikmaður og stjóri ensku úrvalsdeildarinnar í september.

Arsenal vann sigur í öllum fjórum leikjum sínum í úrvalsdeildinni gegn Spurs, Sunderland, Stoke og Swansea. Ramsey, sem hlaut viðurkenninguna í fyrsta skipti, skoraði fjórum sinnum í mánuðinum þar af tvö gegn Sunderland á Ljósvangi.

Wenger er öllu vanari viðurkenningunni enda hlaut hann hana í þrettánda skiptið. Frakkinn fagnaði á dögunum sautján ára starfsafmæli hjá Lundúnafélaginu.

Auk þess vann Arsenal báða leiki sína í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu sem hefur þó ekki áhrif á áðurnefnt kjör sem snýr aðeins að úrvalsdeildinni. Þá komst Arsenal áfram í enksa deildabikarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×