Fótbolti

Þóttist vera strákur til að fá að vera með

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rachel Yankey leikur með Arsenal.
Rachel Yankey leikur með Arsenal. nordicphotos/getty
Rachel Yankey er einn besti leikmaður í heiminum í dag en þessi enska knattspyrnukona hefur gengið í gegnum margt til að komast á þann stað.

Þegar hún var yngri þóttist hún vera strákur til að komast á æfingar og spila með strákum.

Hún rakaði af sér hárið og lék með strákaliði.

Í dag er Yankey leikjahæsti leikmaður enska landsliðsins en hún hefur spilað 129 leiki fyrir England.

„Ég lék mér oft við tvo stráka á mínum yngri árum. Þegar þá langaði að byrja æfa fótbolta með bæjarliðinu, langaði mig það einnig. Við skildum ekki af hverju stelpur og strákar máttu ekki æfa fótbolta saman.“

Þeir félagarnir lögðu á það ráð að raka hárið af Rachel Yankey og kölluðu hana ávallt Ray á æfingum.

„Það tók þjálfara liðsins tvö ár að fatta að ég væri stelpa og eftir það varð ég að finna mér kvennalið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×