Fótbolti

Rúrik: Eigum harma að hefna gegn Kýpur

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Það er alltaf gaman að koma í landsliðsverkefni og gaman að hitta strákana, sérstaklega þegar gengur svona vel,“ sagði Rúrik Gíslason, leikmaður íslenska landsliðsins í knattspyrnu.

Ísland mætir Kýpur í undankeppni HM 2014 á Laugardalsvelli á föstudagskvöldið. Rúrik missti af síðustu tveimur leikjum liðsins vegna meiðsla en er kominn á ný í hópinn. Rúrik hefur verið að spila vel með danska liðinu FCK að undanförnu. Rúrik gerði frábært mark fyrir liðið um liðna helgi og er allur að koma til.

„Fólk er mun jákvæðara núna fyrir landsliðinu og þá eru hlutirnir alltaf mun skemmtilegri. Ég er að finna mig vel núna og verð klár ef kallið kemur á föstudaginn. Það væri gaman að fá að leggja sitt af mörkum.“

„Við töpuðum fyrir Kýpverjum ytra og lékum þá okkar versta leik í riðlinum hingað til.Við eigum því harma að hefna og eigum eftir að mæta vel klárir í leikinn á föstudaginn, sérstaklega þegar svona mikið er undir.“

Ísland er í öðru sæti riðilsins og á raunhæfa möguleika á því að komast í umspil um laust sæti á lokamótinu. Liðið mætir Kýpur á föstudagskvöld og síðan Norðmönnum ytra 15. október.

Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×