„Í okkar höndum hvort við förum áfram eða ekki“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2013 07:00 Ekki fara fram úr þér. Kolbeinn Sigþórsson sendir Ragnari Sigurðssyni skilaboð á æfingu liðsins í gær. Okkar menn virkuðu vel stemmdir og virtust komnir niður á jörðina eftir björgunarafrekið í Bern á föstudaginn.Fréttablaðið/Pjetur Eftir endurkomuna ótrúlegu í Sviss eru Albanir næsti réttur á matseðlinum. Þótt andstæðingurinn sé hærra skrifaður segja strákarnir fullkomlega eðilegt að þjóðin krefjist sigurs enda komist liðið ekki upp með tap. „Þó svo að þetta hafi verið frækið stig í Sviss þá var þetta bara eitt stig. Þótt það hjálpi okkur og sé góður bónus skilar það engum árangri til lengdar,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins. Ísland mætir Albaníu á Laugardalsvelli í kvöld en bæði lið eygja von um sæti í lokakeppni HM. Hvorugt landsliðið hefur komist í lokakeppni stórmóts en bæði lið hafa tíu stig eftir sjö leiki í riðlinum. „Þeir eiga bullandi möguleika líkt og fleiri lið,“ segir fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Akureyringurinn bendir á að fleiri lið eigi möguleika enda riðillinn sérstaklega jafn og opinn. „Það er í okkar höndum hvort við viljum fara áfram eða ekki. Þetta snýst um vilja og við viljum þetta. Það er klárt.“ Jafntefli Sviss og Íslands opnaði E-riðilinn upp á gátt. Sviss missti traustatak sitt af efsta sæti riðilsins í bili og Norðmenn gætu andað hraustlega ofan í hálsmálið á þeim með sigri í Ósló í kvöld. Ísland og Albanía gætu um leið blandað sér í baráttuna um toppsætið og í það minnsta stigið stórt skref í átt að öðru sæti riðilsins sem ætti að gefa sæti í umspilsleikjum. Sigur hjá Sviss og jafntefli í Laugardalnum tryggir á hinn bóginn lærisveinum Ottmars Hitzfeld efsta sætið og farseðilinn til Brasilíu næsta sumar.Mótherjinn hærra skrifaður „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur og líklega einn sá mikilvægasti hjá Íslandi frá upphafi,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, framherji liðsins. Kolbeinn opnaði markareikning sinn í undankeppninni í Bern og eru margir á því að Ísland eigi enn eftir að njóta þess besta sem hann hafi fram að færa. „Ég hef þurft minn tíma og leiki til að koma til baka,“ segir Kolbeinn sem var frá keppni stóran hluta síðustu leiktíðar vegna axlarmeiðsla. „Ég á nóg inni enn þá,“ segir framherjinn sem fór á kostum í 4-2 tapi gegn Slóvenum fyrr í sumar án þess þó að skora. Vonandi er að stíflan hafi brostið í Bern og sá tími sé upprunninn þar sem Kolbeinn fagnar mikilvægum mörkum með þúsundum áhorfenda á Laugardalsvelli. Sjálfur segist hann vona það. Mótherjann skal ekki vanmeta. Albanir sitja í 38. sæti styrkleikalista FIFA eða 32 sætum fyrir ofan Ísland. Þeir voru afar óheppnir í 1-0 tapi í Slóveníu á föstudag þar sem þeir voru sterkari aðilinn. Þeir lögðu Slóvena heima, unnu Noreg í Ósló í mars og voru ekki síðri aðilinn í leiknum gegn Íslandi í Tírana fyrir tæpu ári. Þá skildi glæsimark Gylfa Þórs Sigurðssonar liðin að þegar upp var staðið í leik sem óvíst var að færi fram vegna vatnselgs á vellinum. Þótt flestir landsmenn séu vongóðir um þrjú stig er langt í frá að sigurinn sé auðsóttur. Skipst hafa á skin og skúrir í undankeppninni hjá okkar mönnum. Mynstrið er ekki flóknara en það að eftir góð úrslit hafa úrslitin verið slæm. Það þarf að breytast í kvöld. „Við komumst ekki upp með það að spila slakan leik og tapa. Við verðum að ná í þrjú stig. Það er allt undir,“ segir Hannes Þór. Leikurinn hefst klukkan 19 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Eftir endurkomuna ótrúlegu í Sviss eru Albanir næsti réttur á matseðlinum. Þótt andstæðingurinn sé hærra skrifaður segja strákarnir fullkomlega eðilegt að þjóðin krefjist sigurs enda komist liðið ekki upp með tap. „Þó svo að þetta hafi verið frækið stig í Sviss þá var þetta bara eitt stig. Þótt það hjálpi okkur og sé góður bónus skilar það engum árangri til lengdar,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins. Ísland mætir Albaníu á Laugardalsvelli í kvöld en bæði lið eygja von um sæti í lokakeppni HM. Hvorugt landsliðið hefur komist í lokakeppni stórmóts en bæði lið hafa tíu stig eftir sjö leiki í riðlinum. „Þeir eiga bullandi möguleika líkt og fleiri lið,“ segir fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson. Akureyringurinn bendir á að fleiri lið eigi möguleika enda riðillinn sérstaklega jafn og opinn. „Það er í okkar höndum hvort við viljum fara áfram eða ekki. Þetta snýst um vilja og við viljum þetta. Það er klárt.“ Jafntefli Sviss og Íslands opnaði E-riðilinn upp á gátt. Sviss missti traustatak sitt af efsta sæti riðilsins í bili og Norðmenn gætu andað hraustlega ofan í hálsmálið á þeim með sigri í Ósló í kvöld. Ísland og Albanía gætu um leið blandað sér í baráttuna um toppsætið og í það minnsta stigið stórt skref í átt að öðru sæti riðilsins sem ætti að gefa sæti í umspilsleikjum. Sigur hjá Sviss og jafntefli í Laugardalnum tryggir á hinn bóginn lærisveinum Ottmars Hitzfeld efsta sætið og farseðilinn til Brasilíu næsta sumar.Mótherjinn hærra skrifaður „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur og líklega einn sá mikilvægasti hjá Íslandi frá upphafi,“ segir Kolbeinn Sigþórsson, framherji liðsins. Kolbeinn opnaði markareikning sinn í undankeppninni í Bern og eru margir á því að Ísland eigi enn eftir að njóta þess besta sem hann hafi fram að færa. „Ég hef þurft minn tíma og leiki til að koma til baka,“ segir Kolbeinn sem var frá keppni stóran hluta síðustu leiktíðar vegna axlarmeiðsla. „Ég á nóg inni enn þá,“ segir framherjinn sem fór á kostum í 4-2 tapi gegn Slóvenum fyrr í sumar án þess þó að skora. Vonandi er að stíflan hafi brostið í Bern og sá tími sé upprunninn þar sem Kolbeinn fagnar mikilvægum mörkum með þúsundum áhorfenda á Laugardalsvelli. Sjálfur segist hann vona það. Mótherjann skal ekki vanmeta. Albanir sitja í 38. sæti styrkleikalista FIFA eða 32 sætum fyrir ofan Ísland. Þeir voru afar óheppnir í 1-0 tapi í Slóveníu á föstudag þar sem þeir voru sterkari aðilinn. Þeir lögðu Slóvena heima, unnu Noreg í Ósló í mars og voru ekki síðri aðilinn í leiknum gegn Íslandi í Tírana fyrir tæpu ári. Þá skildi glæsimark Gylfa Þórs Sigurðssonar liðin að þegar upp var staðið í leik sem óvíst var að færi fram vegna vatnselgs á vellinum. Þótt flestir landsmenn séu vongóðir um þrjú stig er langt í frá að sigurinn sé auðsóttur. Skipst hafa á skin og skúrir í undankeppninni hjá okkar mönnum. Mynstrið er ekki flóknara en það að eftir góð úrslit hafa úrslitin verið slæm. Það þarf að breytast í kvöld. „Við komumst ekki upp með það að spila slakan leik og tapa. Við verðum að ná í þrjú stig. Það er allt undir,“ segir Hannes Þór. Leikurinn hefst klukkan 19 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira