Fótbolti

Uppselt á leik Íslands og Kýpur

mynd / valli
Uppselt er orðið á leik Íslands og Kýpur í undankeppni heimameistaramótsins í Brasilíu sem fram fer næsta sumar en leikurinn fer fram á  á Laugardalsvelli 11. október.

Miðasalan hófst á fimmtudaginn í síðustu viku og greinilega mikill áhugi á leiknum en núna tæplega mánuði fyrir leik er orðið uppselt.

Ísland mætir Kýpur 11. október og síðan Norðmönnum ytra 15. október. Liðið á raunhæfa möguleika á umspilssæti og er sem stendur í öðru sæti riðilsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×