Kvikmyndastjörnur koma á laugardag Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 4. september 2013 20:00 Interstellar, ný kvikmynd Hollywood leikstjórans Christopher Nolan, verður að stórum hluta tekin upp hér á landi. Von er á leikurum og aðstandendum myndarinnar hingað til lands um helgina. Ísland hefur að undanförnu verið vinsæll tökustaður fyrir erlendar stórmyndir og sjónvarpsþætti, en í því samhengi má nefna Oblivion, Prometheus, Thor: The Dark World og Game of Thrones. Ekkert lát virðist vera á þessum vinsældum en samkvæmt umfjöllun kvikmyndavefsins Empire mun landið vera aðaltökustaður Interstellar sem er ný mynd Hollywood leikstjórans Christopher Nolan. Samkvæmt heimildum fréttastofu lendir einkaflugvél á Reykjavíkurflugvelli næstkomandi laugardag, en í henni verða leikarar og aðstandendur myndarinnar. Leikaraliðið er ekki af verri endanum en Matt Damon, Anne Hathaway, Michael Caine, Jessica Chastain og Matthew McConaughey eru þar á meðal og hafa myndir birst af þeim tveimur síðastnefndu við tökur. Hér á landi verður myndin tekin upp við Kirkjubæjarklaustur, en mikil leynd hvílir yfir söguþræði hennar. Þó er vitað að hún á að gerast í framtíðinni þar sem korn er það eina sem hægt er að rækta. Vísindamenn halda því af stað í leiðangur til annara vídda í leit að öðrum nytjaplöntum til ræktunar. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Interstellar, ný kvikmynd Hollywood leikstjórans Christopher Nolan, verður að stórum hluta tekin upp hér á landi. Von er á leikurum og aðstandendum myndarinnar hingað til lands um helgina. Ísland hefur að undanförnu verið vinsæll tökustaður fyrir erlendar stórmyndir og sjónvarpsþætti, en í því samhengi má nefna Oblivion, Prometheus, Thor: The Dark World og Game of Thrones. Ekkert lát virðist vera á þessum vinsældum en samkvæmt umfjöllun kvikmyndavefsins Empire mun landið vera aðaltökustaður Interstellar sem er ný mynd Hollywood leikstjórans Christopher Nolan. Samkvæmt heimildum fréttastofu lendir einkaflugvél á Reykjavíkurflugvelli næstkomandi laugardag, en í henni verða leikarar og aðstandendur myndarinnar. Leikaraliðið er ekki af verri endanum en Matt Damon, Anne Hathaway, Michael Caine, Jessica Chastain og Matthew McConaughey eru þar á meðal og hafa myndir birst af þeim tveimur síðastnefndu við tökur. Hér á landi verður myndin tekin upp við Kirkjubæjarklaustur, en mikil leynd hvílir yfir söguþræði hennar. Þó er vitað að hún á að gerast í framtíðinni þar sem korn er það eina sem hægt er að rækta. Vísindamenn halda því af stað í leiðangur til annara vídda í leit að öðrum nytjaplöntum til ræktunar.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Birta og Króli eiga von á dreng Lífið Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Tíska og hönnun „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira