Kvikmyndastjörnur koma á laugardag Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 4. september 2013 20:00 Interstellar, ný kvikmynd Hollywood leikstjórans Christopher Nolan, verður að stórum hluta tekin upp hér á landi. Von er á leikurum og aðstandendum myndarinnar hingað til lands um helgina. Ísland hefur að undanförnu verið vinsæll tökustaður fyrir erlendar stórmyndir og sjónvarpsþætti, en í því samhengi má nefna Oblivion, Prometheus, Thor: The Dark World og Game of Thrones. Ekkert lát virðist vera á þessum vinsældum en samkvæmt umfjöllun kvikmyndavefsins Empire mun landið vera aðaltökustaður Interstellar sem er ný mynd Hollywood leikstjórans Christopher Nolan. Samkvæmt heimildum fréttastofu lendir einkaflugvél á Reykjavíkurflugvelli næstkomandi laugardag, en í henni verða leikarar og aðstandendur myndarinnar. Leikaraliðið er ekki af verri endanum en Matt Damon, Anne Hathaway, Michael Caine, Jessica Chastain og Matthew McConaughey eru þar á meðal og hafa myndir birst af þeim tveimur síðastnefndu við tökur. Hér á landi verður myndin tekin upp við Kirkjubæjarklaustur, en mikil leynd hvílir yfir söguþræði hennar. Þó er vitað að hún á að gerast í framtíðinni þar sem korn er það eina sem hægt er að rækta. Vísindamenn halda því af stað í leiðangur til annara vídda í leit að öðrum nytjaplöntum til ræktunar. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Interstellar, ný kvikmynd Hollywood leikstjórans Christopher Nolan, verður að stórum hluta tekin upp hér á landi. Von er á leikurum og aðstandendum myndarinnar hingað til lands um helgina. Ísland hefur að undanförnu verið vinsæll tökustaður fyrir erlendar stórmyndir og sjónvarpsþætti, en í því samhengi má nefna Oblivion, Prometheus, Thor: The Dark World og Game of Thrones. Ekkert lát virðist vera á þessum vinsældum en samkvæmt umfjöllun kvikmyndavefsins Empire mun landið vera aðaltökustaður Interstellar sem er ný mynd Hollywood leikstjórans Christopher Nolan. Samkvæmt heimildum fréttastofu lendir einkaflugvél á Reykjavíkurflugvelli næstkomandi laugardag, en í henni verða leikarar og aðstandendur myndarinnar. Leikaraliðið er ekki af verri endanum en Matt Damon, Anne Hathaway, Michael Caine, Jessica Chastain og Matthew McConaughey eru þar á meðal og hafa myndir birst af þeim tveimur síðastnefndu við tökur. Hér á landi verður myndin tekin upp við Kirkjubæjarklaustur, en mikil leynd hvílir yfir söguþræði hennar. Þó er vitað að hún á að gerast í framtíðinni þar sem korn er það eina sem hægt er að rækta. Vísindamenn halda því af stað í leiðangur til annara vídda í leit að öðrum nytjaplöntum til ræktunar.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira