Bíó og sjónvarp

MTV skoðaði tökustaði Oblivion á Íslandi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Sjónvarpskonan Becca Dudley skoðaði tökustaði Oblivion.
Sjónvarpskonan Becca Dudley skoðaði tökustaði Oblivion. samsett mynd
Í tilefni af útgáfu kvikmyndarinnar Oblivion á DVD og Blu-ray heimsótti breska MTV-sjónvarpsstöðin Ísland um síðustu helgi til þess að skoða tökustaði myndarinnar, en hún var tekin að hluta til hér á landi.

Í samtali við MTV fer Tom Cruise, aðalleikari myndarinnar, fögrum orðum um landið og segir það yfirmáta fallegt.

Þá segir Cruise frá áhættuatriðunum í myndinni en hann framkvæmdi þau sjálfur. Hann segist ekki hafa gert það að gamni sínu heldur til þess að hægt væri að staðsetja myndavélina þar sem hún gæti ekki verið væru atriðin tekin með áhættuleikara.

Heimsókn MTV var í samstarfi við Íslandsstofu og má sjá myndbandið í spilaranum hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×