Það hefur ekki gengið alltof vel á undirbúningstímabilinu hjá Manchester United og það er ljóst David Moyes, nýi stjóri liðsins, á mikið verk framundan að stilla strengina fyrir komandi tímabil.
Ángelo Henríquez tryggði Manchester United 1-1 jafntefli í æfingaleik á móti sænska liðinu AIK í Svíþjóð í kvöld en þetta varð allt annar en auðveldur leikur fyrir ensku meistarana.
Henríquez skoraði markið sitt á 68. mínútu eftir sendingu frá Wilfried Zaha. Robin Quaison kom AIK í 1-0 á 47. mínútu með frábæru skoti.
Robin van Persie hélt upp á þrítugs afmælið sitt en tókst ekki að skora þrátt fyrir nokkur færi.
Nemanja Vidic spilaði allan leikinn með Manchester United í kvöld og stóð sig vel. Það er gleðiefni fyrir United. Nani og Jonny Evans meiddust hinsvegar báðir í leiknum.
Fyrsti leikur Manchester United á tímabilinu er um næstu helgi þegar liðið mætir Wigan í leik um Samfélagsskjöldinn á Wembley.
Liðið mætir hinsvegar Sevilla á föstudaginn í síðasta undirbúningsleik sínum fyrir leiktíðina.
Manchester United tókst ekki að vinna AIK
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Það var engin taktík“
Fótbolti



Raggi Nat á Nesið
Körfubolti





Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í
Enski boltinn