Heimsmeistaramót íslenska hestsins í beinni á Stöð 2 Sport 30. júlí 2013 20:45 Heimsmeistaramót íslenska hestsins er að þessu sinni haldið í höfuðborg Þýskalands og er þetta í fyrsta sinn sem mótið er haldið í miðri stórborg. Stöð 2 Sport hefur tryggt sér útsendingarréttinn á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið verður í Berlín í Þýskalandi dagana 4. - 11. ágúst og verður Stöð 2 Sport með beinar útsendingar frá mótinu alla keppnisdagana og samantektarþætti á kvöldin. Þetta mun verða í fyrsta skipti sem Heimsmeistaramóti íslenska hestsins verður sjónvarpað í heild sinni í beinni útsendingu með íslenskum lýsingum. Setningarathöfn mótsins fer fram á sunnudag og þá mun Dorrit Moussaieff, forsetafrú, ríða í gegnum Brandenborgarhliðið í Berlín ásamt hópreið íslenskra gæðinga sem fara í gegnum miðborgina að mótsvæðinu. Opnunarhátíð mótsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport, sem hefst klukkan 13:00 á sunnudaginn að íslenskum tíma. Heimsmeistaramót íslenska hestsins er að þessu sinni haldið í höfuðborg Þýskalands og er þetta í fyrsta sinn sem mótið er haldið í miðri stórborg. Mikill áhugi er fyrir mótinu, bæði á Íslandi og meðal aðdáenda og eigenda íslenskra hesta um víða veröld. Um tvö þúsund Íslendingar hafa pantað sér miða á mótið en reiknað er með þrjátíu þúsund áhorfendum á mótinu. Íslenskir hestar frá 15 löndum munu taka þátt í heimsmeistaramótinu í Berlín en alls eru 163 þátttakendur skráðir til leiks, þar á meðal 8 fyrrverandi heimsmeistarar. Á heimsmeistaramótinu eru sjö keppnisgreinar; tölt, slaktaumatölt, fjórgangur, fimmgangur, gæðingaskeið, 250 metra skeið og 100 metra flugskeið. Þá munu 44 kynbótahross hljóta dóm í kynbótasýningu. Auk beinna útsendinga verða samantektarþættir á hverju kvöldi þar sem farið verður yfir hápunkta dagsins og sýnd eru viðtöl við keppnisknapa og gesti mótsins. Að mótinu loknu verða vikulegir þættir á dagskrá í ágúst mánuði, þar sem fjallað verður um mótið og mannlífið í kringum það. Viðtöl við keppnisknapa íslenska landsliðsins, þjálfara og aðstandendur. Telma Tómasson, Logi Laxdal og Steindór Guðmundsson munu hafa umsjón með íslenskum lýsingum frá Heimsmeistaramóti íslenska hestsins á Stöð 2 sport.DAGSKRÁ MÓTSINS á Stöð 2 Sport á íslenskum tíma. SUNNUDAGUR 4. ÁGÚST 13:00 - Opnunarhátíð - Riðið um Brandenborgarhlið MÁNUDAGUR 5. ÁGÚST 06:00-15:00 - Kynbótahross - byggingadómar 15:30-16:40 - Kynbótahross – reiðdómar 5 vetra hryssur 21:00-21:30 - Samantekt frá fyrsta degi 30 mín ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 06:30-10:15 - Fjórgangur (V1) forkeppni 10:15-11.30 - Hlé 11:30-14:30 - Fjórgangur (V1) forkeppni 15:15-17:55 - Kynbótahross – reiðdómar 6 vetra og 7 vetra og eldri hryssur 21:00-21:30 - Samantekt frá öðrum degi 30 mín MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 06:00-10:30 - Kynbótahross – reiðdómar stóðhestar – allir flokkar 11:30-14:15 - Fimmgangur (F1) forkeppni 14:15-14:45 - Hlé 14:45-17:30 - Fimmgangur (F1) forkeppni (sýnt á STÖÐ 2 SPORT 3) 21:30-22:00 - Samantekt frá þriðja degi 30 mín FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 06:30-09:15 - Slaktaumatölt (T2) forkeppni 09:15-09:45 - Hlé 09:45-11:30 - Slaktaumatölt (T2) forkeppni 12:00-13:30 - Kynbótahross – yfirlitssýning hryssur 14:00-14:45 - Fjórgangur (V1) A-úrslit ungmenna 15:30-17:30 - Gæðingaskeið (PP1) 17:30 - Gæðingaskeið (PP1) verðlaunaafhending 21:30-22:00 - Samantekt frá fjórða degi 30 mín FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 06:30-10:15 - Tölt (T1) forkeppni 10:15-11:30 - Hlé 11:30-13:15 - Tölt (T1) forkeppni 13:30 - Slaktaumatölt (T2) A-úrslit ungmenna 14:45-16:15 - 250 m skeið (P1) undanriðlar 16:30 - Ræktunarbússýningar 21:00-21:30 - Samantekt frá fimmta degi 30 mín LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 07:00-07:45 - Slaktaumatölt (T2) B-úrslit 08:00-08:45 - Fimmgangur (F1) A-úrslit ungmenna 09:00-09:45 - Tölt (T1) B-úrslit 10:00-11:30 - Kynbótahross – yfirlitssýning stóðhestar 12:00 - Sýning á gömlum kempum 12:45-14-15 - 250 m skeið (P1) undanriðlar 14:15-14:30 - 250 metra skeið (P1) verðlaunafhending 14:30-15:15 - Kynbótahross – hryssur - kynning 15:45-16:30 - Fjórgangur (V1) B-úrslit 16:45-17:30 - Fimmgangur (F1) B-úrslit 21:00-21:30 - Samantekt frá sjötta degi 30 mín SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 07:15-08:00 - Slaktaumatölt (T2) A-úrslit 08:15-09:00 - Tölt (T1) A-úrslit ungmenna 09:15-10:00 - Tölt (T1) A-úrslit 10:00-10:45 - Kynbótahross – stóðhestar - kynning 11:15 - 100 m fljúgandi skeið (P2) 12:30 - 100 m fljúgandi skeið (P2) Verðlaunaafhending 13:00 - Fjórgangur (V1) A-úrslit og sameiginlegur sigurvegari í fjórgangi tilkynntur. Fimmgangur (F1) A-úrslit og sameiginlegur sigurvegari í fimmgangi tilkynntur 14:00 - Lokaathöfn og verðlaunaafhending 21:15 -22:00 - Samantekt frá öllu mótinu. 45mín Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Stöð 2 Sport hefur tryggt sér útsendingarréttinn á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið verður í Berlín í Þýskalandi dagana 4. - 11. ágúst og verður Stöð 2 Sport með beinar útsendingar frá mótinu alla keppnisdagana og samantektarþætti á kvöldin. Þetta mun verða í fyrsta skipti sem Heimsmeistaramóti íslenska hestsins verður sjónvarpað í heild sinni í beinni útsendingu með íslenskum lýsingum. Setningarathöfn mótsins fer fram á sunnudag og þá mun Dorrit Moussaieff, forsetafrú, ríða í gegnum Brandenborgarhliðið í Berlín ásamt hópreið íslenskra gæðinga sem fara í gegnum miðborgina að mótsvæðinu. Opnunarhátíð mótsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport, sem hefst klukkan 13:00 á sunnudaginn að íslenskum tíma. Heimsmeistaramót íslenska hestsins er að þessu sinni haldið í höfuðborg Þýskalands og er þetta í fyrsta sinn sem mótið er haldið í miðri stórborg. Mikill áhugi er fyrir mótinu, bæði á Íslandi og meðal aðdáenda og eigenda íslenskra hesta um víða veröld. Um tvö þúsund Íslendingar hafa pantað sér miða á mótið en reiknað er með þrjátíu þúsund áhorfendum á mótinu. Íslenskir hestar frá 15 löndum munu taka þátt í heimsmeistaramótinu í Berlín en alls eru 163 þátttakendur skráðir til leiks, þar á meðal 8 fyrrverandi heimsmeistarar. Á heimsmeistaramótinu eru sjö keppnisgreinar; tölt, slaktaumatölt, fjórgangur, fimmgangur, gæðingaskeið, 250 metra skeið og 100 metra flugskeið. Þá munu 44 kynbótahross hljóta dóm í kynbótasýningu. Auk beinna útsendinga verða samantektarþættir á hverju kvöldi þar sem farið verður yfir hápunkta dagsins og sýnd eru viðtöl við keppnisknapa og gesti mótsins. Að mótinu loknu verða vikulegir þættir á dagskrá í ágúst mánuði, þar sem fjallað verður um mótið og mannlífið í kringum það. Viðtöl við keppnisknapa íslenska landsliðsins, þjálfara og aðstandendur. Telma Tómasson, Logi Laxdal og Steindór Guðmundsson munu hafa umsjón með íslenskum lýsingum frá Heimsmeistaramóti íslenska hestsins á Stöð 2 sport.DAGSKRÁ MÓTSINS á Stöð 2 Sport á íslenskum tíma. SUNNUDAGUR 4. ÁGÚST 13:00 - Opnunarhátíð - Riðið um Brandenborgarhlið MÁNUDAGUR 5. ÁGÚST 06:00-15:00 - Kynbótahross - byggingadómar 15:30-16:40 - Kynbótahross – reiðdómar 5 vetra hryssur 21:00-21:30 - Samantekt frá fyrsta degi 30 mín ÞRIÐJUDAGUR 6. ÁGÚST 06:30-10:15 - Fjórgangur (V1) forkeppni 10:15-11.30 - Hlé 11:30-14:30 - Fjórgangur (V1) forkeppni 15:15-17:55 - Kynbótahross – reiðdómar 6 vetra og 7 vetra og eldri hryssur 21:00-21:30 - Samantekt frá öðrum degi 30 mín MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 06:00-10:30 - Kynbótahross – reiðdómar stóðhestar – allir flokkar 11:30-14:15 - Fimmgangur (F1) forkeppni 14:15-14:45 - Hlé 14:45-17:30 - Fimmgangur (F1) forkeppni (sýnt á STÖÐ 2 SPORT 3) 21:30-22:00 - Samantekt frá þriðja degi 30 mín FIMMTUDAGUR 8. ÁGÚST 06:30-09:15 - Slaktaumatölt (T2) forkeppni 09:15-09:45 - Hlé 09:45-11:30 - Slaktaumatölt (T2) forkeppni 12:00-13:30 - Kynbótahross – yfirlitssýning hryssur 14:00-14:45 - Fjórgangur (V1) A-úrslit ungmenna 15:30-17:30 - Gæðingaskeið (PP1) 17:30 - Gæðingaskeið (PP1) verðlaunaafhending 21:30-22:00 - Samantekt frá fjórða degi 30 mín FÖSTUDAGUR 9. ÁGÚST 06:30-10:15 - Tölt (T1) forkeppni 10:15-11:30 - Hlé 11:30-13:15 - Tölt (T1) forkeppni 13:30 - Slaktaumatölt (T2) A-úrslit ungmenna 14:45-16:15 - 250 m skeið (P1) undanriðlar 16:30 - Ræktunarbússýningar 21:00-21:30 - Samantekt frá fimmta degi 30 mín LAUGARDAGUR 10. ÁGÚST 07:00-07:45 - Slaktaumatölt (T2) B-úrslit 08:00-08:45 - Fimmgangur (F1) A-úrslit ungmenna 09:00-09:45 - Tölt (T1) B-úrslit 10:00-11:30 - Kynbótahross – yfirlitssýning stóðhestar 12:00 - Sýning á gömlum kempum 12:45-14-15 - 250 m skeið (P1) undanriðlar 14:15-14:30 - 250 metra skeið (P1) verðlaunafhending 14:30-15:15 - Kynbótahross – hryssur - kynning 15:45-16:30 - Fjórgangur (V1) B-úrslit 16:45-17:30 - Fimmgangur (F1) B-úrslit 21:00-21:30 - Samantekt frá sjötta degi 30 mín SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 07:15-08:00 - Slaktaumatölt (T2) A-úrslit 08:15-09:00 - Tölt (T1) A-úrslit ungmenna 09:15-10:00 - Tölt (T1) A-úrslit 10:00-10:45 - Kynbótahross – stóðhestar - kynning 11:15 - 100 m fljúgandi skeið (P2) 12:30 - 100 m fljúgandi skeið (P2) Verðlaunaafhending 13:00 - Fjórgangur (V1) A-úrslit og sameiginlegur sigurvegari í fjórgangi tilkynntur. Fimmgangur (F1) A-úrslit og sameiginlegur sigurvegari í fimmgangi tilkynntur 14:00 - Lokaathöfn og verðlaunaafhending 21:15 -22:00 - Samantekt frá öllu mótinu. 45mín
Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira