Guðmundur átti besta afrek dagsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. júlí 2013 09:18 Guðmundur Sverrisson kastar í gær. Mynd/Benedikt H. Sigurgeirsson Frábær árangur náðist í mörgum greinum á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum á Akureyri en síðari keppnisdagur fer fram í dag. Guðmundur Sverrisson, spjótkastari úr ÍR, stal senunni þegar hann kastaði yfir 80 m í fyrsta sinn á ferlinum. Kastið var aðeins 34 cm frá lágmarkinu fyrir HM í Moskvu og var stigahæsta afrek dagsins. Hann fékk 1096 stig fyrir kastið. Það er greinilega bjart fram undan í spjótkasti karla því Sindri Hrafn Guðmundsson kastaði yfir 70 m og stal öðru sætinu af Erni Davíðssyni - sem einnig hefur náð góðum árangri í greininni. Hafdís Sigurðardóttir, UFA, bar höfuð og herðar yfir stöllur sínar í kvennaflokki. Hún átti þrjú stigahæstu afrek dagsins en hún sigraði í þremur greinum. Besta afrekið, 1065 stig, vann hún er hún jafnaði eigið Íslandsmet í langstökki með 6,36 m stökki. Hún sigraði svo með yfirburðum í 100 m hlaupi á 11,75 sekúndum og hafði betur í einvíginu við Anítu Hinriksdóttur í 400 m hlaupi. Aníta var svo í fjórða sæti á stigalistanum með 1019 stig fyrir tímann sinn í 400 m hlaupi, 55,34 sekúndur, en hún var tæpri sekúndu á eftir Hafdísi. Arna Stefanía kom svo næst með 1018 stig fyrir árangur sinn í 100 m grindahlaupi. Hún hljóp á 14,11 sekúndum og bætti eigið aldursflokkamet. Kristinn Torfason vann næstbesta afrek dagsins í karlaflokki er hann sigraði í langstökki með 7,45 m. Ásdís Hjálmsdóttir, sem undirbýr sig nú fyrir HM, sigraði með yfirburðum í spjótkasti en var þó nokkuð frá sínu besta. Kolbeinn Höður Gunnarsson vann einnig þrenn gullverðlaun í gær og náði sérstaklega glæsilegum árangri í 100 m hlaupi, þar sem hann bætti aldursflokkamet Jóns Arnars Magnússonar. Kolbeinn hljóp á 10,66 sem var þriðja stigahæsta afrek dagsins í karlaflokki. Hann sigraði einnig í 400 m hlaupi eftir spennandi keppni. Kolbeinn kórónaði svo daginn með því að tryggja sveit UFA dramatískan sigur með síðasta sprettinum í 4x100 boðhlaupi karla. UFA hljóp á 43,14 sekúndum en Breiðablik, ÍR, og FH voru öll innan við sekúndu á eftir. ÍR sigraði í 4x100 m boðhlaupi kvenna á 48,54 sekúndum en FH kom næst á 48,88 sekúndum.Úrslit og keppnisdagskrá má sjá hér. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Sjá meira
Frábær árangur náðist í mörgum greinum á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum á Akureyri en síðari keppnisdagur fer fram í dag. Guðmundur Sverrisson, spjótkastari úr ÍR, stal senunni þegar hann kastaði yfir 80 m í fyrsta sinn á ferlinum. Kastið var aðeins 34 cm frá lágmarkinu fyrir HM í Moskvu og var stigahæsta afrek dagsins. Hann fékk 1096 stig fyrir kastið. Það er greinilega bjart fram undan í spjótkasti karla því Sindri Hrafn Guðmundsson kastaði yfir 70 m og stal öðru sætinu af Erni Davíðssyni - sem einnig hefur náð góðum árangri í greininni. Hafdís Sigurðardóttir, UFA, bar höfuð og herðar yfir stöllur sínar í kvennaflokki. Hún átti þrjú stigahæstu afrek dagsins en hún sigraði í þremur greinum. Besta afrekið, 1065 stig, vann hún er hún jafnaði eigið Íslandsmet í langstökki með 6,36 m stökki. Hún sigraði svo með yfirburðum í 100 m hlaupi á 11,75 sekúndum og hafði betur í einvíginu við Anítu Hinriksdóttur í 400 m hlaupi. Aníta var svo í fjórða sæti á stigalistanum með 1019 stig fyrir tímann sinn í 400 m hlaupi, 55,34 sekúndur, en hún var tæpri sekúndu á eftir Hafdísi. Arna Stefanía kom svo næst með 1018 stig fyrir árangur sinn í 100 m grindahlaupi. Hún hljóp á 14,11 sekúndum og bætti eigið aldursflokkamet. Kristinn Torfason vann næstbesta afrek dagsins í karlaflokki er hann sigraði í langstökki með 7,45 m. Ásdís Hjálmsdóttir, sem undirbýr sig nú fyrir HM, sigraði með yfirburðum í spjótkasti en var þó nokkuð frá sínu besta. Kolbeinn Höður Gunnarsson vann einnig þrenn gullverðlaun í gær og náði sérstaklega glæsilegum árangri í 100 m hlaupi, þar sem hann bætti aldursflokkamet Jóns Arnars Magnússonar. Kolbeinn hljóp á 10,66 sem var þriðja stigahæsta afrek dagsins í karlaflokki. Hann sigraði einnig í 400 m hlaupi eftir spennandi keppni. Kolbeinn kórónaði svo daginn með því að tryggja sveit UFA dramatískan sigur með síðasta sprettinum í 4x100 boðhlaupi karla. UFA hljóp á 43,14 sekúndum en Breiðablik, ÍR, og FH voru öll innan við sekúndu á eftir. ÍR sigraði í 4x100 m boðhlaupi kvenna á 48,54 sekúndum en FH kom næst á 48,88 sekúndum.Úrslit og keppnisdagskrá má sjá hér.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Sárt tap gegn Dönum á HM Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Sjá meira