Innlent

Tilefnislaus árás á Mærudögum

Mynd úr safni
Mikill erill var hjá lögreglunni á Húsavík í nótt en um helgina fer fram menningarhátíðin Mærudagar.

Mikil ölvun og slagsmál settu svip sinn á nóttina og eru allar fangageymslur enn fullar. Ráðist var, að því er virðist, að tilefnislausu á fjóra einstaklinga. Eru þeir sem ráðist var á skornir í andliti og einhverjir þeirra með brotnar tennur.

Heldur rólegra var hjá lögreglunni á Egilstöðum og þurfti hún einungis að hafa afskipti af einum smávægilegum slagsmálum sem komu upp á tónlistarhátíðinni Bræðslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×